21.11.2008 | 14:15
Hjónadjöfullinn Davíð
Davíð Oddson er maður sem mikið er í sviðsljósinu þessa dagana, Sumir segja að hann hafi komið Seðlabankanum í þrot þannig að allt bankakerfið hafi fylgt með. Aðrir segja að hann búi yfir ríkisleyndarmálum sem séu svo viðkvæm að ekki þolir dagsljósið. Þeir hafa nefnilega trúað honum fyrir því Bretarnir af hverju þeir beittu á okkur hryðjuverkalögunum hérna um daginn með þeim afleiðingum að landið fór á hausinn. Nú kemur allt í einu í ljós að Davíð hafi verið einskonar hjónadjöfull fyrir nokkrum árum. Einhvernvegin virðist hann hafa getað dregið fram aldarfjórðungs gamla pappíra frá Englandi þess efnis að skilnaðarmálið hennar Dorritar okkar hafi ekki verið að fullu frágengið og því hafi hún verið að brjóta lög með því að giftast Ólafi forseta. En milli þeirra Ólafs og Davíðs hafði geisað eitthvert skítlegt eðlis um nokkurt skeið. Stríð sem náði hámarki með fjölmiðlalögunum sællar minningar. Að svona sísli má Davíð vera þó hann sé önnum kafinn við að stjórna landinu og síðan seðlabankanum. Er von þó hann átti sig ekki á því að bankarnir voru orðnir allt of stórir og eigi fé seðlabankans neikvætt. Á mannamáli seðlabankinn gjaldþrota.
Athugasemdir
Í hvaða landi heimsins heldur að sæti pólitískt ráðinn sögusmetta í stól Seðlabankastjóra.? Seðlabankastjóri er fer með dylgjur væri hvarvetna í siðuðu landi látinn hætta á stundinni.
haraldurhar, 21.11.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.