Leynifélagið

Það er nú liðinn meira en mánuður frá svarta mánudeginum 29. September þegar leynifélagið sem gengur undir nafninu ríkisstjórn Íslands hélt frægan dramatískan fund að næturþeli og þjóðnýtti eitt stykki banka. Leynifélag þetta hefur síðan um stjórnvölin án þess að menn almennilega viti hvað hefur verið að gerast. Jú Geir hefur haldið nokkra blaðamannafundi, stundum með viðskiptaráðherra og alltaf eru þessir blessaðir blaðamannafundir eins rétt eins og alltaf sé verið að spila bilaðan geisladisk. Þar sem aðal lagið er á morgun eða næsta. Hin ljúfa rödd sveitasöngvarans hljómar ljúflega en eitthvað er nú textinn þunnur. Ólíkt því sem gerist hjá Jhonny Cash og lítið fer einnig fyrir þeim samfylkingarmönnum sem varla ná að syngja bakrödd. Jú Össur reynir svolítið að kyrja mótmælasöng um Bretana en Ingibjörg sussar á. Á meðan halda fundir leynifélagsins áfram í reykmettuðum bakherbergjum án þess að tóbaksvarnarnefnd hreyfi legg eða lið. Eins gott að þeir týni ekki landinu þarna í reykjarsvælunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband