Evrópa Strax

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Ísland er í dag tæknilega séð gjaldþrota ríki. Við skulum hér ekkert ræða það nánar hvernig slíkt gerðist. Fyrir því liggja ýmsar samverkandi ástæður svo sem heimskreppan, ógætileg bankastarfsemi, algjör vanhæfni eftirlitsaðila og síðast en ekki síst. Hin hrikalega miðstýring þar sem öllu þjóðlífinu er þjappað saman í einn allsherjar brennipunkt þar sem allir eru tengdir jafnvel hjónaböndum og allir þekkja alla. Þar sem stjórnmálamenn og dómarar troða afkvæmum sínum inn í fjármálakerfið og eiga svo að hafa eftirlit með öllu saman. Þegar einn banki hrynur fara hinir auðvitað á hausinn líka. Allt þetta er hreint ekkert undarlegt í borgríkinu Íslandi. Svo kóróna menn alla vitleysuna með því að brjóta ES samninginn. Þetta gerist með því að Davíð t.d. belgir sig upp í Kastljósinu og segist ekki ætla að borga fyrir óreiðupésana. Á sama tíma og hann er sennilega ábyrgur einmitt fyrir peningum þessara óreiðupésa. Brotið á ES samningnum felst í því að ætla að mismuna sparifjáreigendum eftir því hvort þeir eru Íslenskir eða erlendir. Hitt er svo annað mál að Bretar gerðu stór mistök með því að beita hryðjuverkalögum á okkar. Ef til vill hefðu hinar nú frystu eignir getað nægt langleiðina í að bæta tjónið. En þetta er búið og gert og verður ekki aftur tekið.

Í dag ríður á að við hættum á afneitunarstiginu og tökumst á við staðreyndir. Mikið liggur á að okkur takist að bjarga því sem bjarga verður að fullveldi landsins. Við verðum að ná einhverjum þeim neyðasamningum sem gera okkur kleift að fá lán. Þetta lán verður að einhverju leiti að nota til að bæta erlendum sparifjáreigendum tapið í stað þess að reyna að verja krónuna sem þegar er dáin og aðeins útförin eftir. Samfylkingin verður að gjöra svo vel að taka ábyrga afstöðu. Knýja verður sjálfstæðisflokkinn til að fallast a viðræður við Evrópusambandið um tafarlausar björgunaraðferðir með það fyrir augum að við getum gerst aðilar að því og tekið upp evruna innan tveggja til þriggja ára. Jafnvel að við fáum undanþágu til að taka hana upp í viðskiptum strax. Einnig verða sennilega nokkrir hausar að fjúka þó ekki nema sé til þess að við sínum að við þorum að taka á málunum til þess að verða trúverðug. Bráðabirgðastjórn og kosningar í vor er möguleiki sem einnig er hægt að skoða. Það er brýnt að samfylkingin sýni loksins að hún sé ekki einhver taglhnýtingur eða kjölturakki íhaldsins. Krafan hlýtur að vera Evrópa strax og án undanbragða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband