Útvarpslög brotin

Alþingismenn virðast ekki vera neitt voðalega uppteknir af kreppunni. Þeir dunda sér stundum við það að ræða ýmislegt annað og eitt af því sem þeir hafa voða miklar áhyggjur af núna eru áfengisauglýsingar sem þeir þykjast sjá í hverju horni. Má vera að einhverjir brjóti áfengislög með þessum auglýsingum rétt eins og það má vera að löggjöf okkar um þessar auglýsingar standi ekki EES samninginn. En það er eitt sem þingmenn mættu jafnvel frekar skoða en áfengislögin og það eru útvarpslögin sem eru þverbrotin alla daga án þess að nokkur taki eftir því. Í útvarpslögum er bannað að birta auglýsingar í fréttum eða fréttatengdu efni. Hér gengur Ríkisútvarpið sjálft á undan með góðu fordæmi, það er varla hægt að flokka Kastljósið og Silfur Egils öðruvísi en sem fréttatengt efni og þessir þættir eru löðrandi í auglýsingum. Kaupþing sáluga kostaði Ísland í dag á stöð 2 og svona mætti lengi telja. Þá er það reglan um hlutleysi fjölmiðla. Á Íslandi er rekin kristileg sjónvarpstöð sem nefnd er Ómega. Vissulega er þekki stöð kristileg en mjög einhæft kristileg. Tengd bókstafstrúuðum mótmælendasöfnuðum. Þar fá önnur afbrigði kristinnar ekki inni auk þess sem það er oft á borð borið safnfræðilegt fleipur og ekki er þetta Inn hans Inga Hrafns mikið betra. Þar er frjálshyggjan ennþá á fullu þó hún sé dauð annarstaðar. Við þetta má svo bæta að blikur er á lofti í fjölmiðlarekstri. Svo kann að fara að eftir nokkra mánuði verði Palli einn í heiminum með bláskjáinn sinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband