18.4.2008 | 15:54
Súr saft
Þessa dagana fer um landið einhver saft sem eftir því sem manni skylst er að halda ráðstefnur um tölvunotkun barna og unglinga. Saft þessi mun eitthvað tengjast samtökunum heimili og skóli sem eru samtök fínna foreldra barna í grunnskólum. Nú skal engin dul dregin á það að tölvunotkun barna og unglinga rétt eins og annara getur verið stórhættuleg. Netið svo merkt fyrirbæri sem það er, er stundum misnotað og annað vandamálið eru tölvuleikir af ýsmu tagi sem oft verða af fíkn. En á þessu máli er líka önnur hlið sem ekki er eins mikið um talað. Jafnvel einkafyrirtæki eru farin að bjóða síur alls konar til þess að loka fyrir óæskilegar síður en þessar síur geta lokað fleiru en óæskilegum síðum og erum við þá komin inn á það svið hvort að hér geti ekki verið um ritskoðunarhættu að ræða. Á því kann að vera að hætta að foreldrar reyni að loka síðum þar sem teknar eru fram skoðanir t.d. pólitískar sem þeim líkar ekki eða þá að þau í ofverndarskyni vilji halda upplýsingum frá börnunum. Þarna ætti Saftinn ekki að vera eingöngu súr heldur taka þessi mál til víðsýnnar og umburðarlyndar athugunar og eitt ættu menn að hafa hugfast. Það er gott að vernda börn fyrir barnaníðingum en fólk ætti að gera sér grein fyrir því að barnaníðingarnir eru stundum nær börnunum en á netinu. Oft er netið öruggara en heimilið sjálft.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.