Græni hatturinn

Nú á föstudagskvöldið brá hugskotið sér á tónleika hins íslenska þursaflokks sem haldnir voru á græna hattinum á Akureyri. Voru þetta hinu ágætustu tónleika og þursarnir í miklu stuði. Í upphafi minnti Egill Ólafsson á þá staðreynd að þessi staður er nú um stundir, helsti tónleikastaðurinn á Akureyri og í raun eiginlega sá eini. Í sjallanum er að sönnu oft líka lifandi tónlist en þar er eiginlega meira um dansleiki að ræða heldur en tónleika. Ýjaði Egill að því að bæjaryfirvöld ættu að styrkja þennan stað og skal undir það tekið. Staðurinn er að vísu lítill en Egill bendir á það að slíkt geti verið allt að því kostur þar sem tónlistarmennirnir séu í miklu meiri nánd við áheyrendurnar heldur en á stærri stöðum. Smæðin gerir það hinsvegar að verkum að ef til vill fást ekki alltaf stærstu nöfnin hingað, og það er vandamál. Stundum gremst manni það þegar maður heyrir stór nöfn á borð við Eric Clapton, Bob Dylan, Paul Simon og fleiri auglýsta fyrir sunnan. Þetta er nokkuð ósanngjarnt því eins og kunnugt er þá er dýrt að fara suður akandi og enn dýrara en að þurfa að skipta við þessa okurbúllu sem menn kalla flugfélag Íslands, sem ekki áttar sig á því að það er styttri vegalengd frá Akureyri til Reykjavík heldur en til London. En því miður virðist enginn metnaður til þess á Akureyri að byggja sal fyrir stærri tónleika. Menningarhúsið er þarna ósköp lítil bót því ég held að stærsti salurinn þar eigi ekki að rúma nema um 1000 manns. En mikið væri nú gaman Ef þessir aðilar fyrir sunnan sæju nú til þess að við landsbyggðarvargurinn fengjum niðurgreidda farmiða til þess að sækja þessa viðburði sem þeir einoka. Á meðan svo er ekki verður full þörf fyrir græna hattinn og slíka staði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband