Dýr er dropinn

Það fer víst ekki framhjá neinum að dropinn er dýr þessa dagana. Flutningabílar stöðva umferð og bílflautur eru þeyttar fyrir framan Alþingishúsið sem vitaskuld eru hin mestu helgispjöll. Ráðamenn hóta aðgerðum og bílstjórar gagnagerðum. Ekki eru þó aðgerðirnar ennþá orðnar neitt í líkingu við það sem stundum gerist t.d. í Frakklandi. Þar sem bílarnir eru hreinlega stöðvaðir á hraðbrautunum svo klukkutímum og jafnvel dögum skiptir. En ástæðurnar eru svipaðar, okurverð á eldsneyti sem sumpart bara stafar af þvi að spilltir arabakóngar vilja græða og enn spilltari olífélög á vesturlöndum vilja græða enn meira. Hér á landi bætist svo við að menn tóku allt í einu upp á því að falla gengið og það hressilega. Komið hefur í ljós að skattar á olíu hér eru ekki mikið hærri en t.d. á noðurlöndum og með einhverjum blekkingarráðum tókst mönnum að sína fram á að bensínverð væri lægra hér. Sá grunur vaknar að olíufélögin séu ekki með alveg hreint mjöl í pokahorninu, að minnsta kosti vekur athygli að þegar eitt þeirra er búið að hækka um ákveðna krónutölu þá koma hin með nákvæmlega sömu krónutölu eftir eina til tvær klukkustundir og svo segja menn að olíusamráðinu sé lokið. Í þessu sambandi vaknar svo spurningin um hvaða þörf er á því að hafa 3 stór olíufélög. Þau selja öll vöru sína á sama verði eða því er næst, kaupa að ég held inn frá sama aðila og eru með höfuðstöðvar á sama svæðinu. En þetta furðulega fyrirkomulag er í rauninni afurð frá þeim tíma sem olíuverslun var ekki viðskipti heldur pólitík. Líklega er eina lausnin að núverandi olíuvanda sú að þetta fáránlega kerfi verði tekið og skorið upp og t.d. hætt að veita allskonar aðilum á borð við 4x4 12 kr. afslátt á bensínlítranum. Meðan ekki er hægt að veita t.d. fötluðum afslátt á bensíni á bíla sína er engin ástæða til þess að fólk sé kvatt til þess að eiga fjórhjóladrifna bíla í von um einhvern afslátt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband