Í leit að ímynd

Að mati stjórnvalda hefur okkar ágæta land skort almennilega ímynd að undanförnu og því var skipuð nefnd eða starfshópur í því skyni að reyna að lappa eitthvað upp á handa og var formaður þessarar nefndar kvensa ein sem mun vera rektor prumpháksóla þess sem kenndur er við Reykjavík. Nefndin hélt blaðamannafund og kynnti þar einhverjar tillögur að opinberri ímynd landsins undir kjörorðum sem voru kraftur, fresli og friður. Vel má vera að alla þessa þætti sé að finna í Íslenskri þjóðarsál en einu einkenni hennar gleymdu menn þó alveg en það eru þrjóska og þrái sem þurfa jú ekkert að vera neikvæðir hlutir, því án þrjósku og þráa hefðu Íslendingar sennilega aldrei getað þraukað á þessum óyndislega klaka. Í bókmenntunum kristallast þetta í persónum Bjarts í sumarhúsum og Jóns Hreggviðssonar. En ímynd einnar þjóðar verður aldrei búin til af einhverju opinberu apparati. Ímynd þjóðar er einfaldlega sú hugmynd sem aðrir gera sér um landið. Eftir þeim upplýsingum sem þeir fá eða kynnum af landi og þjóð og í sköpun þessarar ímyndunar erum við öll þáttakendur og flytjum ímyndina með okkur á ferðum okkar erlendis. Þannig hefur til dæmis ímynd Íslendinga verið á Spáni fyrir nokkrum árum; Kóðdrukknir víkingar sem lögðu heilu og hálfu hótelin í rúst. í dag er ýmindin sennilega Björk í svanslíki og nýríkir strákar á einkaþotum. Þessi ímynd er ekki búin til af einhverju stjórnvaldi, hún verður til með háttum okkar og gerðum. Ef til vill halda ferðamenn sem koma til Íslands að þjóðin samanstandi af sauðdrukknum villimönnum sem víkingasveitin þarf að fást við. Þessari mynd af landinu getur engin ríkisskipuð nefnd breytt, við verðum að breyta henni sjálf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband