Smábörn með trúarsverð

Sjónvarpið hans Palla með ákveðna greininum sýnir alla jafnan eitthvað endurtekið efni á Sunnudögum til uppfyllingar í sparnaðarskyni. Aldrei þessu vant bar síðast liðinn sunnudag að lýta þar mjög áhugaverða heimildarmynd um svokallaðar Jesúbúðir í Bandaríkjunum. Þetta eru trúarlegar sumarbúðir en eiga þær lítið sameiginlegt með slíkum stofnunum t.d. hér á Íslandi. Þarna virðast börnin koma afar ung frá svokölluðum trúuðum heimilum og þegar heilaþvegin ganga enda oft ekki í skóla heldur kenna foreldrarnir þeim samkvæmt þrengstu Biblíutúlkun. Þegar svo í sumarbúðirnar kemur heldur heilaþvotturinn áfram á enn kerfisbundnari hátt og margt er þarna kindugt kennt. Að sjálfsögðu er þróunarkenningin þvættingur, Guð skapaði allt og t.d. eru gróðurhúsaáhrifin af guðs völdum en ekki manna og því má auðvitað ekkert gegn þeim vinna. Börnin tala tungum, öskra og æpa og uppáhalds tónlistin er kristilegt þungarokk. Þeim er auðvitað sagt að væri Harry Potter til þá væri hann deyddur. Maður spyr sig hvort börnunum hafi verið kennt að það liggi dauðarefsing við því að borða blóðmör en svo stendur í lögmálinu. Það versta er þó að í þessum búðum er börnum allt niður í fimm ára kennt að fara með hættuleg vopn. Í myndinni er nokkrum sinnum vikið að hliðstæðu þessa meðal öfgamúslima og verður að segjast að það verður að telja lágkúrulegt hjá þessum runnagróðri í Hvíta Húsinu að hugsa ekki um það hvað er að gerast í hans eigin landi. Svo gæti nefnilega farið að þetta unga fólk, þegar það vex úr grasi eru þau auðveld bráð alls konar öfgamanna, jafnvel glæpasamtaka, viljalaus verkfæri með staðgóða þekkingu á notkun hvers kyns gereyðingatóla.
Sverð trúarinnar gæti hæglega snúist gegn þeim sem það kenndi að nota.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bush hefur það á stefnuskrá sinni að kristna ekki bara usa, heldur allan heiminn, það er líka á dagskrá hjá trúbróður hans honum Tony Blair sem hefur opnað trúarskóla.
Bush veit mæta vel hvað er í gangi, hann hefur td fyllt allar stofnanir af hallelújaliði, eitt það fyrsta sem hann gerði í Írak var að fylla landið af ofsatrúarkristnum trúboðum, trúboðum sem glaðir ganga í dauðann fyrir Jesú.
Baráttan gegn trúarbrögðum er mikilvægasta barátta mannkyns í dag, hún mun aðeins vinnast með menntun og réttlátri skiptingu auðs.
Hver og einn verður að leggja sitt af mörkum í þessari baráttu, það fyrsta sem þú og aðrir eiga að gera er að skrá sig utan trúarsöfnuða.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband