31.3.2008 | 16:31
Mannréttindi á útsölu
Djúpt í hugskotinu leynist bernskuminning um frétt sem hafði mikil áhrif á ungan dreng. Verið var að segja frá vondum Kínverjum í landi einhverju, langt fyrir austan sem hét Tíbet og sagt frá góðum manni að nafni Dali Lama sem hefði flúið undan vondu Kínverjunum til Indlands. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan þá, enn er þó Kínverjar þarna í Tíbet og eru nú jafnvel orðnir fjölmennari þarna heldur en Tíbetarnir sjálfir og ætla þeir sjálfsagt krafti þess að kúga Tíbetana og þurrka út þjóð þeirra og menningu en setja í staðin einhverja þvælu sem þeir kalla Kommúnisma. Þessu vilja frumbyggjarnir auðvitað ekki lúta fyrir framan byssukjafta þeirra gulu sem ætla líka að halda Ólympíuleika í sumar. Ólympíuleikarnir hafa víst ekkert með mannréttindi að gera eða svo var að heyra á Forseta íþrótta og Ólympíuleika Íslands. Margar sjónvarpsstöðvar hafa hótað að sýna ekki frá Ólympíuleikunum ef útsendingarnar verða ritskoðaðar en ólíklegt þykir manni að litla opinbera leikfangið sem við köllum ríkisútvarp hér á Íslandi muni hugsa sér nokkuð slíkt. Það lítur nefnilega rammpólitískri stjórn og þegar pólitískir hagsmunir eiga í hlut mega mannréttindin sín lítils. Hjá blessuðum utanríkisráðherranum okkar eru mannréttindin hreinlega komin á útsölu. Það má alltaf semja um að þegja um mannréttindabrotin gegn einu stykki atkvæði til öryggisráðsins og hver veit nema einhvern daginn þá muni Íslenskir líffara bankar leita eftir líffærum dauðadæmdra Kínverja en það mun vera ein tekjulind þeirra að selja líffæri manna sem teknir hafa verið af lífi og segja illar tungur jafnvel að tíðni aftaka fari eftir vöntun á líffærum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.