18.3.2008 | 19:18
Verðbólgnir páskar
Páskarnir eru óvenjusnemma í ár. Manni finnst eiginlega jólin rétt vera búin, þorrinn að baki og allt það. Allir fara á skíði til kanaríeyja eða eitthvað svoleiðis og meira að segja gengisfellingin fer í frí í nokkra daga enda þykir víst flestum nóg um hana. Nema hagfræðingum útversmanna sem allt í einu eru svo himinlifandi yfir því að fá fleiri verðlausar krónur fyrir fiskinn sinn en almenningur hann fær ekki fleiri verðlausar krónur þær fá bara útverksmenn, olíufélög og braskarar. Fyrir alla aðra verða þetta mjög verðbólgnir páskar þó vannst ekki tími til að hækka páskaeggin en til dæmis á bensínstöðvunum hafa menn vart haft annað að gera en að breyta tölunum á skiltunum sem sýna verðin á olíu. Eitthvað á olíuverðið að lækka út í heimi en gengisfelling kom þá eins og himnasending svo olíufyrirtækin þurftu ekkert að lækka. Ferðarskrifstofurnar hlupu auðvitað til og hafa ef til vill getað hækkað páskaferðirnar hjá einhverjum og matvörurnar eru búnar að hækka nú þegar þannig að ekki þurfti gengisfellingu þar á bæ. Það er nýbúið að gera kjarasamninga sem nú þegar er búið að strika út en forsætisráðherra segist ekkert ætla að gera. Eiginlega þá finnst manni ríkisstjórnin skulda almenningi það að þegar verði gripið til ráðstafana til þess að bæta fátæku fólki þessa gengisfellingu þegar í stað ætti auðvitað að hækka lægstu laun, tryggingarbætur og skattleysismörk og létta sköttum af olíunni. Spurningin er hvort það væri ekki verðug leið til að minnast frægustu pólitísku aftöku veraldarsögunnar og því sem henni fylgdi að auðstéttin væri loks krossfest fyrir syndir óráðsíunnar og græðginnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.