13.3.2008 | 17:18
Flotkrónan sekkur
Þeir sem nokkuð eru komnir til vits og ára muna sennilega þá tíð þegar sjávarútvegurinn fékk alltaf gengisfellinga dóp þegar illa gekk. Fyrir einhverjum árum var ákveðið að snúa af þessari braut og setja blessuðu krónuna á flot enda var vatnið einkar gott, vel saltað af erlendu gjaldeyris innstreymi vegna stóriðjuframkvæmda og ódýrs lánsfjárs að utan sem bankarnir fengu og endurlánuðu hér í allskonar vitleysu enda tók þetta enda. Samfara því að stóriðjuframkvæmdunum lauk og hófst alþjóðleg lánsfjárskreppa þannig að ódýra lánsféð hvarf. Vatnið kólnaði og seltan úr því hvarf þannig að krónan fór að sökkva og hún sekkur enn. Fólk og fyrirtæki eru óvarin þannig að verðbólga og þvílík óáran lætur á sér kræla. Auðvitað ráðum við ekki alþjóðamörkuðum en samt getum við sjálfum okkur um kennt um margt. Það hefur nánast engin hagstjórn verið í landinu, peningum þjóðarinnar hefur verið eitt í steinsteipukumbalda, bensínháka og risavaxna flatskjái. Ekkert hefur verið reynt til að styrkja undirstöðu þjóðfélagsins. Menn hafa trúað svo ákaft á hallalausan ríkissjóð að peninga vantar í bæði félagsmál, heilbrigðismál svo ekki sé talað um löggæslu þar sem allir peningarnar hafa farið í einhverja einkaheri Bjössa dómsmálaráðherra. En patentlausnirnar eru fundnar upp, menn tala um að taka evruna upp í skyndi þó það sé ekki hægt fyrr en eftir nokkur ár, auk þess sem upptöku hennar mundi fylgja að við gætum ekki lengur hagað okkur eins og nýríkar fyllibittur. Davíð Oddson stjórnar nefninlega ekki seðlabanka Evrópu enda virðist ekki þurfa svo háa vexti á þeim bænum til þess að halda genginu uppi. En á meðan við höldum ennþá í þessa verðlausu sökkvandi flotkrónu verðum við að minnsta kosti að fara að huga að því að gera eitthvað áður en Íslensk alþýða fer endanlega á hausinn og nú verður auðstéttinn loks að fara að borga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.