13.3.2008 | 17:01
Álkóngar og Netþjónar
Hún Þórunn okkar umhverfisráðherra á ekki nú ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Þegar hún kom í ríkisstjórn var hennar fyrsta yfirlýsing sú að nú skildi koma á Stóriðjustoppi og það í all nokkur ár. En hvað getur ein lítil Þórunn gert gegn öllum Álkóngunum. Nú bendir flest til þess að stórt álver muni rísa heima í kálgarðinum hennar á Reykjanesinu á mesta þenslusvæði landsins hvað sem öllum náttúruperlunum og fagra Íslandi líður. Ekki nóg með þetta; Björgólfur ríki er nú allt í einu orðinn netþjónn og ætlar sinni umhverfisvænu stóriðju stað á næstum sama blettinum og álverið og enn verður Þórunn að þegja þó svo beitalöndin á suðurlandi fari undir vatn. Auðvitað vantar umhverfisvænu stóriðjuna orku og því verður sjálfsagt virkjað í Þjórsá hvað sem einhverjir bóndadurgar segja þeir geta sjálfsagt fengið vinnu við nýiðnaðinn í Þorlákshöfn eða á Suðurnesjum. Já Suð-vesturhornið fær sinn afréttara eftir stóriðjufylleríið. Má meðal annars geta þess að ein helsta mótvægisaðgerð vegna þorskbrestsins hvað vera sú að stækka kringluna. Skítt með það, þó að verðmætin séu engin á bakvið verslunina. Menn slá bara láni í útlöndum en umhverfisráðherrann okkar á eitt tromp; Hún getur enn stöðvað álverið á Húsavík. Fagra Ísland er nokkuð sem landsbyggðarvargurinn getur borðað. Ef til vill getur landsbyggðin líka boðið suð-vesturhorninu veisluna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.