3.3.2008 | 17:57
Fatlafól með Haus..!
Einn er sá hópur fatlaðra sem ekki hefur mikill gaumur verið gefinn. Það er fólk með ýmsar mjög alvarlegar líkamlegar fatlanir en oftast með höfuðið í lagi oft á tíðum stórgáfað fólk og stundum vel menntað. Það hefur mikið verið gert í þágu þroskaheftra og jafnvel fjölfatlaðra og er það vel þó stundum þyki manni nokkuð mikið í ráðist eins og eitt sinn gerðist hér á Akureyri þegar af góðum hug, þroskaheftu fólki var gefið heljarstórt veggsjónvarp í fína nýbyggingu sem brotið var og bramlað held ég bara nokkrum dögum síðar. En gáfað fólk með líkamlegar fatlanir fær oft ekki svona þjónustu. Það er gjarnan geymt á einhverjum stofnunum innan um misjafnlega bilað fólk andlega sem veldur oft miklu álagi. Dæmi er um ungt fólk sem verður að hrökklast úr skóla vegna fötlunar, stundum bara af því að það fær ekki nógu mikla peninga frá kerfinu vegna þess að það vantar einhverjar vikur upp á 18 ára aldur. Þarna fór sem sjá mátti fyrir, hækkaði sjálfræðisaldurinn hennar Jóhönnu sem leiddi til mannréttindabrota þar sem síst skildi auk þess sem allir vita nú hvernig barnaverndarkerfið virkar. Það má án efa margt bæta í kjörum fatlaðs fólks með gáfur en þetta fólk hefur ýmsar þarfir sem menn almennt tengja ekki svo mjög við fatlaða. Sumt af þessu fólki þarf t.d. á hjálp einkaritara að halda til þess að geta tjáð hugsanir sínar, sumt af því þarf að geta ferðast og notið menningarviðburða af ýmsu tagi. Má í því sambandi nefna að á Spáni eru sérhannaðir leigubílar fyrir hjólastólafólk niðurgreiddir af ríkinu þannig að þeir eru yfirleitt jafn dýrir eða ódýrari en venjulegir leigubílar. Búsetuúrræði þessa fólks eru einnig töluvert önnur, því hentar yfirleitt best að búa í sérútbúnum íbúðum innan um venjulegt fólk en ekki í geymslustofnunum á borð við Sjálfsbjörg t.d. En þess má geta að margt af þessu fólki kann illa við biðja um aðstoð samfélagsins því að nefnilega þannig varir að einhvernvegin lítur samfélagið svo á að fatlað fólk hljóti að vera illa greint og þarfnist því stjórnsamrar umönnunar og forsjár hinna heilbrigðu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.