Kjaftshögg á bloggið

Þá er búið að gefa blogginu æðra kjaftshögg. Búið er að dæma manni hár fébætur og málskostnað fyrir það eitt að bloggari kallaði hann rasista og útlendingahatara. Burt séð frá því hvort þessi almannatengill Impregilo sé eða hafi verið rasisti og útlendingahatari. Var þetta blogg víst sínum tíma fært í hita einhvers pólitísks leiks og má í framhjáhlaupi geta þess að ósköp finnst manni þessir Ítalir velja sér einhæfa samstarfsmenn á Íslandi. Flokksbundna sjálfstæðismenn og suma jafnvel umdeilda auk þess sem þeir eru gjarnan búsettir í Reykjavík þó þetta fyrirtæki sé með alla sína starfsemi á Austurlandi en hvað um það. Þeir fá aurinn sinn frá einhverjum lítt þekktur og sjálfsagt lítt efnuðum bloggara. Með dómi þessum er því slegið föstu að bloggið sé í eðli sínu eins og hver annar fjölmiðill en lítið hefur verið rætt um hina hliðina. Hún er sú hvort prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar nái ekki einnig yfir bloggið. Nema starfsmenn hins Ítalska fyrirtækis njóti svipaðrar réttarverndar og opinberir starfsmenn á Íslandi. En eitt er dálítið kaldhæðnislegt við þetta allt saman. Með því að fara í mál útaf blogginu er Ómar Valdimarsson búinn að auglýsa það út um allt sem fáir hafa ef til vill vitað að hann hafi að minnsta kosti verið kallaður rasisti og útlendingahatari á opinberum vettvangi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband