27.2.2008 | 16:02
Tómar tunnur
Guði sé lof, flugeldasýningunni miklu í kringum hin svokölluðu Laugardagslög er lokið. Það sem eftir stendur eru tómar tunnur sem mishátt bilur í eins og þar stendur. Flestir held ég að séu sammála um að Friðrik Ómar samkynhneigði Dalvíkingurinn hafi átt það skilið að fá farseðilinn til Serbíu eftir tvær misheppnaðar tilraunir, Lagið var svosem ekkert til að hrópa húrra fyrir en hin lögin voru barasta ekkert betri og textarnir yfirleitt einhver moðsuða. Þess efnis að ég elski þig með ýmsum tilbrigðum, maður hefur ekki heyrt einn einasta texta í þessum undankeppnum þar sem fjallað er um mál sem öllum kvíða. Eins og gróðurhúsaáhrif, markaðsgræðgi og hernaðarbrölt hvað þá hungursneyð eða alnæmi. Allt þetta er gleymt innan um glysið, spriklið og ljósasýningarnar. Tómu tunnurnar fyllast af afgöngum frá markaðshyggjunni, sóuninni og græðginni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.