8.2.2008 | 15:33
Samtrygging ohf
Nýtt Tryggingarfélag leit dagsins ljós í gær. Hlaut það nafnið Samtrygging ohf og eru stjórnarmenn þess sóttir til hinna þriggja meirihluta sem ráðið hafa borginni undanfarna mánuði. Þessir menn sammættust um það að láta Svandísi stjórna einhverjum hóp fólks sem skildi rannsaka eigin gerðir og skila um þær mikilli skýrslu sem síðan hefur verið vegin og metin á alla kanta í fjölmiðlum svo nánast ekkert annað hefur komist af. Sápulöðrið Rey er enn meira sápulöður en áður ábyrgðina ber auðvitað enginn. Jú Borgarstjóri reynir að segja að einhver verði látinn bera ábyrgðina en getur alls ekki sagt hver enda blessuð skýrslan svo þokukennd og óljós að hún veitir engar upplýsingar. Menn bundu miklar vonir við það í haust þegar Svandís var skipuð formaður stýrihópsins en nú virðist hún líka hafa dottið niður í sama forarpyttinn og aðrir og það var svosem ekki við öðru að búast. Vinstri Grænir eru nefnilega ekkert hótinu betri en aðrir. Flokkur sem að mestu er skipaður afdönkuðum sveitamönnum, sóp af náttúruverndarsinnum og gömlum ömmum sem helst sjá hjálpræði í því að koma í veg fyrir endurbætur sem takmarka aðgengi að sterku áfengi. Samtrygging er svosem ekkert nýtt í Íslenskum stjórnmálum en aldrei hefur þetta fyrirbæri verið jafn augljóst og með þessa stofnun og það er í stofnun þessa Samtryggingafélags borgarstjórnarmeirihlutanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.