6.2.2008 | 16:02
Lungu og salt
Hún Sigrún bæjarstjórinn okkar hefur kveðið uppúr: Lungun eru mikilvægari en bílar. Það er allt í lagi að strá svolítið salti á götur bæjarins, betra er að skemma og þar með verðfella bílana okkar en að eyðileggja lungu. Vissulega eru lungun okkar forsenda lífs og svifrykið er að sjálfsögðu hin mesta ógn. Vel má vera að hægt sé að rekja einhver dauðsföll til svifryks á Akureyri en hefur þó ekki verið rannsakað. En hitt er þá annað mál að ósköp er þetta mál nú lítið í allri þeirri umræðu sem nú fer fram um mengun, gróðurhúsaáhrif og önnur umhverfismál en vonandi er að blessaður bæjarstjórinn okkar finni einhverja leið sem er nægilega græn til þess að bæjarbúar haldi lífi og heilsu en ekki alveg svo vinstri græn að bílafloti Akureyringa eyðileggist með öllu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.