6.2.2008 | 15:31
Fúaspýtuborgarstjórinn og Kristilegt siðgæði
Reykjavíkurborg hefur eignast nýjan Borgarstjóra hann Gosa. Gosi þessi er að sönnu ekki búinn til úr spýtum eins og eins og strákurinn úr ævintýrinu en hann lætur sér hins vegar einkum annt um spýtur. Fúaspýtur sem hann er fús að greiða 600 milljónir eða svo fyrir. Hann var ekki einu sinni nógu sniðugur að koma þessu á ríkið með því að láta menntamálaráðherra friðlýsa kofana. Þetta getur vel flokkast undir einhverskonar kristilegt siðgæði sem hlýtur vel að þóknast okkar kaþólska menntamálaráðherra. Að sönnu þá ber nú ósköp lítið á þessu kristilega siðgæði í frumvarpinu hennar um skólamál. Því þótt kaþólsk sé þá verður að gera eins og Norðmenn, þarna er jú um mannréttindi að ræða en ekki réttindi þorska og eiganda þeirra. Annars er þessi umræða um kristilegt siðgæði svolítið athyglisvert því það hefur enginn reynt að skilgreina það. Einfaldast virðist manni þó að það felist í aðeins einni setningu: Það sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður, skuli þér og þínir gjöra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.