Andrétti

Sennilega munu fæstir lesendur skilja þessa fyrirsögn enda hér um nýyrði að ræða sem hugskotið hefur sjálft búið til. Hér skulum við gefa dæmi sem útskýrir það hvað hér er um að ræða. Nú í haust bar svo við einu sinni sem oftar að lífeyrissjóðir ákváðu að skerða örorkubætur til sjóðsfélaga í þeim tilvikum sem bæturnar voru hærri en sem nemur launum viðkomandi áður en þeir slösuðust. Þótti þetta að sjálfsögðu hin mesta ósvífni að bölvaðir öryrkjarnir fengju hærra kaup fyrir að húka í hjólastól sínum heldur en að vinna ærleg störf. Þetta er ansi skrýtin afstaða því fæstir kjósa sér það hlutskipti að verða öryrkjar í því skyni að hækka í launum. Ekki minnkar framfærslukostnaður einstaklings við það að verða öryrki, þvert á móti getur það valdið mjög auknum kostnaði. Svo dæmi sé tekið, t.d. fatlaður maður hyggur á utanlandsferð þarf hann ekki aðeins að greiða fyrir eigin ferð heldur einnig fylgdarmanns, einn eða fleiri og blessað kerfið kemur þarna ekkert á móti. Flugfélögin safna smápeningum farþega í því skyni að geta boðið fötluðum börnum í tívolíferð undir lúðrasveitaleik og suðandi myndavélum fjölmiðlanna en flugfélög og ferðaskrifstofur eru mjög nísk varðandi fyrirgreiðslu til handa fötluðum einstaklingum. Þeir er meira að segja illa við að leifa þeim að sitja inn á Saga Class vegna þess að ríka fólkið sem greiddi fyrir muni fara að kvarta. Það má einnig telja til andréttis þegar hinir svokölluðu aðilar vinnumarkaðsins geta ekki komið sér saman um það að bæta kjör nauðsynlegrar lálaunastétta vegna þess að yfirborgaða liðið og pappírshöndlararnir standa í móti með þeim afleiðingum að vítahringur verðbólgu og óstöðugleiki myndast, nokkuð sem ef til vill á eftir að steypa þjóðfélaginu um koll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband