kofar og kumbaldar

Skyndifriðun er nýyrði sem allt í einu hefur skotið upp kollinum að undanförnu og er þar það víst átt við það þegar húsafriðunarnefnd er að bjarga menningarverðmætum undan stálkrumlu gróðahyggjunnar. Með öðrum orðum að bjarga kofum frá niðurrifi og í þeirra stað byggðir kumbaldar hálfu ljótari en húsin sem rifin voru.
Laugarvegshúsin hafa verið miklu meira í umræðunni síðustu daga heldur en það var í fyrrasumar þegar hálfónýtur húshjallur var friðaður á Akureyri en það eru líklega ekki sama jón og séra jón. Laugarvegurinn er víst hærra metinn er göngugatan á Akureyri. Að minnsta kosti er talað um að skattborgarar þessa lands þurfi að punga út nokkrum milljónahundruðum ef athafnamennirnir fá ekki að byggja hótelið sitt á nákvæmlega þessum bletti. Maður spyr sig hvers vegna þessir náungar komi ekki norður og taki þátt í hótelbyggingunni sem fyrirhuguð er á Akureyri og spari þannig ríkiskassanum stórar fúlgur. Þetta fjárfestalið hefur nefninlega svo óskaplegar áhyggjur af ríkiskassanum. Ríkið á helst engu að eyða heldur skila afgangi. Hvað Reykjavík varðar þá bendir allt til þess að hún verði eitt alsherjar samsafn af glerturnum, kofaræksnum og steinrunnum verslunarmiðstöðum þar sem enginn kemur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband