Droparnir hennar Jóhönnu

Það lýsti vel af geislabaugnum hennar heilögu Jóhönnu þegar hún var að tilkynna um kjarabætur til handa ellilífverisþegum þessa lands og einhverja dropa áttu víst öryrkjar að fá líka. Fáeinadropa í staðinn fyrir það haf sem lífeyrisþegarnir hafa nýlega tekið og sem munar víst mikið um samanber fréttina um handleggjalausa mannin sem allt í einu var sviftur 70.000 kr. lífeyri með þeirri afsökun að ég held að hann hafi verið kominn með hærri tekjur handleggjalaus heldur en áður en hann missti handleggina þetta er auðvitað mjög skemmtileg röksemdarfærsla. Menn saga líklega af sér útlimina í von um það að hafa meiri tekjur en þeir höfðu áður. Raunar verkar hér markaðþjóðfélagið alveg stórkostlega menn fara auðvitað að velja hvort og þá hversu mikið þeir vilja vera fatlaðir á framfari skattborgara eða púlandi við tölvuskjáinn sinn. Droparnir hennar Jóhönnu eru svo sem góðir og gjalda verðir en þeir leysa auðvitað engan vanda og hafa ekkert að segja gagnvart þeim sem mest þurfa á að halda. Við það bætist svo að miklar endurbætur þyrfti að gera á tryggingarkerfinu þannig það er vitað að þetta kerfi er stórlega misnotað. Frægir eru edrústyrkirnir svokölluðu sem halda mönnum við drykkju og dóp nokkra mánuði eftir að þeir koma úr meðferð, svört vinna hjá atvinnulausu fólki svo nemur nokkur hundruði þúsunda á mánuði og sagt er að ekki þurfi nema örlítið þunglyndi eða hálshnikk til þess að komast á örorkubætur. Þessu þarf að kippa í lag en umfram allt að fækka blýhantanögurunum í Tryggingastofnun. Almanna tryggingar eiga að snúast um fólkið sem þær eiga að þjóna en ekki um fólkið sem við þær vinnur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband