Veislan er búin

Borist hafa af því fréttir að lánsævismat Íslands sé að verða neikvætt. Aðalleikararnir í Reisápunni þorðu ekki að bjóða í á Filipseyjum og menn eru skíthræddir um að húsnæðisbólan sé sprungin. Þannig er nú ýmislegt farið að benda til þess að útrásarveislan sé búin og hætt er við að timburmennirnir verði miklu svakalegri nú en áður. Svo hrikalegt hefur eyðslu og fjárfestingarfylleríið verið hjá yfirstéttinni. Babelsturnar rísa leikfangaverslanir, stærstu gælidýrabúð á Norðurlöndum og IKEA hallir reistar af erlendu vinnuafli hafa þotið upp og bankar dælt inn erlendu fjármagni sem runnið hefur jafn auðveldlega inn og vatn úr krana og ofan í kaupið þá er þetta allt byggt upp af erlendu vinnuafli á skítakaupi meðan Íslendingar sjálfir þykjast svo fínir að þeir vilja ekkert sjá óhreinna en tölustafi á tölvuskjám eða einkaþoturnar þeirra sem þeir nota til þess að flýgja þennan fáránlega klaka. Á meðan þjóðarbúið brennur á verðbólgubálinu leika Davíð og seðlabankinn á vaxtarflautuna og lagið er auðvitað Hraunadansinn. Eins og áður segir bíða timburmennirnir handan við hornið. Ef Evrópusambandið verður ekki komið með stressarana sína troðfulla af evrum áður þá er viðbúið að gömlu góðu offjárfestingareinkennin láti á sér kræla húsnæði jafnvel á Reykjavíkursvæðinu verði verðlaust með þeim afleiðingum að fjöldi fólks mun lenda á götunni, gengi krónunnar mun falla geigvænlega með þeim afleiðingum að engir peningar verða til fyrir fólkið til að versla í öllum fínu höllunum. Atvinnuleysi mun líklega aukast í kjölfarið og gripið verður enn til gamla gengisfellingardómsins með tilheyrandi verðbólgu og því samkvæmt Davíð lógík vaxtahækkun enn. Auðvitað er þetta allt ein hringavitleysa spurningin er bara sú hvort íslenska efnahagskerfið sé ekki bara tóm della og í rauninni sú hversu lengi þetta getur haldið svona áfram. Meðan krónunni blæðir út kaupir íslenska yfirstéttin fasteignir á Flórída.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband