20.11.2007 | 16:15
Auglýsingar ljúga
Ókeypis myndlykill hjá símanum, Lambakjöt léttur réttur, Ef þú ert tryggður færðu það bætt. Þetta er texti úr þrem ólíkum auglýsingum sem eiga þó eitt sameiginlegt þetta eru auglýsingar sem ljúga. Vissulega fær maður myndlykil hjá símanum en einungis ef maður gerist áskrifandi af adsl sjónvarpi. Ekki held ég að margir næringarfræðingar geti tekið undir það að lambakjöt sé léttur réttur og ef þú ert tryggðuru færðu það bætt nema annað sé tekið fram í smáa letrinu. Hér eru aðeins nefndar auglýsingar sem beinlínis ljúga eða sleppa óþægilega hlutanum. Mikið er svo um auglýsingar sem annað hvort blekkja eða segja aðeins hluta af sannleikanum, gott dæmi um það eru hinar margfrægu auglýsingar ferðaskrifstofanna þar sem gefin eru meðaltalsverð á hópa t.d. hin vinsæla ferðaskrifstofufjölskylda hjón og tvö börn 2-11 ára. Auðvitað er einstaklingaverð ekki auglýst því að verðið er svo hátt að upphæðin virkar fráhrindandi. Blekkingar í auglýsingum eru líka mjög algengar t.d. að efni sé skjannahvítt eftir eitthvert þvottaefni, bílar í fallegu íslensku umhverfi og þvengmjóar stúlkur baðaðar í fínustu olíu en þarna erum við reyndar komin inn á blekkingar sem geta orðið hættulegar. Svona auglýsingar geta skapað miklu meiri hættu en jafnvel það að einhver bjór sé góður eða macdonalds sé fínasta máltíð og þessar bláeygðu samfylkingastelpur verða að gera sér grein fyrir því að ekki er hægt að taka út fyrir sviga þátt eins og óholl matvæli. Margt fleira hangir á spítunni t.d græðgisvæðing samfélagsins. Ayglýsingar eru hluti hinnar allt um lítandi græðgisvæðingar.
Athugasemdir
Lít stundum hérna inn og finn alltaf eitthvað áhugavert. Ekki bregst þér bogalistin í þessum pistli. Með bestu kveðju, Svavar Alfreð
Svavar Alfreð Jónsson, 20.11.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.