30.10.2007 | 16:52
Bæjarstjórnarklúðrun
Hún Sigrún Björk bæjarstjórinn okkar á ekki sjö dagana sæla nú um þessar mundir. Þetta byrjaði allt um síðustu Verslunarmannahelgi sem bæjarstjórn og bæjarstjóra tókst á ævintýralegan hátt að klúðra. Ýmislegt fylgdi á eftir það var enginn sómi í túninu hjá skipulagsyfirvöldum þarna inn í Naustahverfi þegar ákvörðun þeirra var hnekkt þess efnis að þar mætti rísa tveggja hæða hús þar sem annars eru þau ekki heimiluð. Reyndar hafa öll skipulagsmál á Akureyri verið í lausu lofti um nokkurn tíma og ekki er nóg með að þetta Sómatúnsmál hafi farið eins og það fór því svo tapaði bærinn óvænt máli útaf skúr einum út í þorpi þar sem stendur eina verslun Síðuhverfisins og bænum var mikið í mun að losna við hana til þess að geta byggt bílastæði. Ekki verður svo minnst á Skipulagsyfirvöld að ekki sé rætt um Íþróttavöllinn. Þetta frímerki hefur lengi verið nokkuð umdeilt og fyrir einhverju síðan hélt maður að barið hefði verið í gegn að þarna kæmi Hagkaupsverlsun en nei, blessunin hún Sigrún vill þarna ekkert Hagkaup, hún ætlar að hætta á að Baugur falli frá því að fjárfesta hér svo milljónum skipti og enginn veit hvað á að gera við Íþróttavöllinn, það á víst ekki að spila fótbolta þar lengur en vera kann að svæðið falli í skaut einhvers af vildarvinum bæjarstjórans og svo veit auðvitað enginn hvort fínu hugmyndirnar um miðbæinn sem komu fram á íbúarþinginu séu foknar út í veður vind. Vonandi stendur einhver steinn yfir steini þegar Sigrún BJörk kveður næsta vor.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.