Ríkið í Ríkin

Umræður standa nú sem hæst um þetta nýja áfengislagafrumvarp um það hvort leyfa eigi sölu bjórs og léttvíns í matvörubúðum. Einhvernvegin finnst manni umræðan vera endurtekning á umræðunni um bjórinn hérna um árið. Það er ekki líklegt að frumvarpið nái í gegn á þessu þingi til þess er umræðan ennþá alltof heit og tilfinningarík og í sjálfu sér er ekki víst að þjóðin sé enn orðin svo þroskuð að hún geti farið að umgangast áfengi á siðsamlegan hátt. Um það leikur alltof mikill ljómi bannhelgi í dag en það má ýmislegt gera í sjálfu sér án þess að fara að gefa þessa sölu frjálsa því ef menn vilja endilega láta Ríkið halda áfram að hafa vit fyrir sér þá má gera ýmsar umbætur. Fyrir það fyrsta þá er það áfengisaldurinn. Það má spyrja sjálfan sig hvort ekki sé óhætt að viðurkenna orðinn hlut og leyfa sölu bjórs og sölu léttvíns til fólks 16 eða 18 ára. Þá er spurning hvort ekki megi eitthvað megi fjölga útsölum þessara Ríkis í Ríkinu sem við köllum í dag Vínbúðir ekki endilega á höfuðborgarsvæðinu en spurningin er hvort það þyrftu ekki að vera fleiri útsölustaðir t.d. á Akureyri. Einnig mætti spyrja sig hvort ekki mætti hafa útsölur á ferðamannastöðum. Þá má einnig hugsanlega breyta opnunartímanum til samræmis við það sem almennt gerist í verslunum einnig er spurning hvort ekki ætti að afnema þessa hræðilegu miðstýringu. Maður hefur heyrt að bjór sé keyrður frá Víking brugg á Akureyri í Sjallann um Reykjavík. Þá er þetta umboðsmannakerfi kapítuli út af fyrir sig, nokkrar heildsalafjölskyldur í Reykjavík hafa náð sér í umboð fyrir áfengistegundir en þar sem ríkið hefur einkasölu þurfa þessir umboðsmenn lítið annað að gera en að reyna að koma viðkomandi tegund inn í ríkið og hirða síðan umboðslaunin. Aftur á móti ef að fátækur námsmaður eða ferðamaður kynnist vínbónda í Frakklandi t.d. á hann varla þennan möguleika nema hann sé í skólaferðalagi með Versló. Sagt er að mörg vínumboð hafi fengist á skólaferðalögum Versló. Maður spyr sig af hverju útsölustjórar hafi ekki rétt til að velja að minnsta kosti að einhverju leyti þær tegundir sem á boðstolnum eru og einnig af hverju það er auðveldara að hafa rétt flokkskírteini til að verða stjórnandi í áfengissölu en að vera með próf í Vínfræðum. Auðvitað er auðveldara fyrir Ráðherramág að fá Vínbúð í verslunina sína en Villa viðutan að slökkva á bjórkæli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband