26.10.2007 | 18:18
Aðgengileg Akureyri
Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um svokölluð ferlimál fatlaðra. Almennt er nú orðið viðurkennt að fatlaðir eigi orðið sama rétt og aðrir til þátttöku í þjóðfélaginu enda þegar allt kemur til alls líklega hægt að segja að flestir eða allir séu fatlaðir á einn eða annan hátt. Þannig getur einstaklingur sem fljótt á litið virðist alheilbrigðir vera ófær t.d. um að stjórna flugvél eða verða hershöfðingi. Því má segja að það að gera þjóðfélagið aðgengilegt sé réttindamál allra. Þó skortir mikið á að þjóðfélagið sé aðgengilegt öllum. Segja má að hugsunin um aðgengi hafi ekki orðið almenn fyrr en á allra síðustu áratugum og því eru oft tiltölulega nýjar byggingar fremur óaðgengilegar og ef við tökum byggingar sem reistar eru fyrir segjum 1960 þá er aðgengið að þeim fyrir fatlaða alls ekki til fyrirmyndar. Ef við beinum sjónum okkar að Akureyri sérstaklega þá má segja að nokkuð víða sé pottur brotinn í þessu efni. Þannig eru t.d. Ekki mörg veitingahús eða skemmtistaðir sérlega aðgengileg fötluðum, má þá fyrst þar nefna Sjallann þar sem aka þarf hjólastólum upp háan stiga og brattan til að komast inn í salinn þó fyrir það sé mælt í byggingarreglugerð þá hafa menn ekki tímt að setja þarna upp lyftu, þeir hafa þó mannað sig til þess að gera það í Leikhúsinu sem er þó enn eldri bygging. Nefna má það að kaffihús Kristjáns bakarís og yfirleitt verslanir Baugs eru til fyrirmyndar en slíkt hið sama má oft ekki segja um aðrar verslanir eða þjónustufyrirtæki. Hvað gangstéttirnar áhrærir þá erfiðara að aka á þeim í hjólastólum en í Tallin, því miður veit ég ekki hvort úttekt hefur verið gerð hér á Akureyri hvort heldur fyrir hreyfihamlaða, sjónskerta eða aðra fatlaða því nokkuð erfitt er um það að dæma hvort Akureyri stendur sig betur eða ver en önnur sveitafélög í þessum málum. Þjónusta við fatlaða er sennilega betri en víðast hvar á Íslandi það ætti því að vera metnaðarmál bæjaryfirvalda að aðgengismálin verði í þeim bestu lagi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.