Svelgurinn fyrir sunnan


Föstudaginn 18. október héldu knattspyrnumenn lokahófið sitt á Brodway svo sem vani þeirra hefur verið undanfarin ár. Eins og venjulega var það lýst kjörið bestu og efnilegustu leikmanna, nokkuð óvænt var stúlka frá Akureyri kjörin efnilegust í kvennaboltanum og það var svo við manninn mælt svelgurinn fyrir sunnan fór í gang. Í hádegisfréttunum laugardaginn 19. október átti íþróttafréttamaður stöðvar 2 viðtal við stúlkukindina og spurði meðal annars hvort hún væri ekki á leið suður til stóru liðanna, sagði hún það mögulegt en ekki ákveðið. Hér verður að gera athugasemd, sú spurning vaknar hvort það sé eitthvað sjálfgefið að efnilegt fólk á landsbyggðinni sé dregið suður til hinna "stóru" liða. Reykjavík hefur á undanförnum árum verið að ná einokun á hverjum þættinum í þjóðlífinu hverjum á eftir öðrum og nú virðist vera komið að íþróttunum. Staðreyndin er sú að íþróttir ekki sýst knattspyrnan hafa verið í mikilli lægð hér á Akureyri að undanförnu og stór þáttur í því er að efnilegir leikmenn hafa umvörpum verð keyptir suður um leið og þeir hafa getað sparkað eitthvað. þar sem íþróttafélög hér hafa ekkert fjármagn til að halda í þá og í þokkabót þá hafa úrvalsdeildarliðin lánað fyrstu deildar liðunum á höfuðborgarsvæðinu góða menn sem þeir hafa ekki haft not fyrir líklega fyrst og fremst til að koma í veg fyrir það slys að landsbyggðarlið komi í úrvaldsdeildina. Fyndnasta dæmið um þetta voru auðvitað FH-ingarnir í Fjölni. Þessi lið fyrir sunnan eru ofurfjáð þar sem fyrir kemur að þau geta látið stórfyrirtæki jafnvel reisa fyrir sig heilu leikvangana og hallirnar eins og t.d. Vodafone gerði fyrir Val maður spyr sig nú bara hvers vegna stórfyritæki vill ekki veðja á lið eins og t.d. á Akureyri. Það sem liðunum okkar vantar er fjármagn til að kaupa leikmenn og reisa tilhlíðileg mannvirki og af hverju reisir Jóhannes í Bónus ekki glæsimannvirki á Þórssvæðinu og af hverju rýs ekki glæst Samherjasvæði hjá KA? Ef til vill er það metnaðarleysið sem er að draga mátt úr öllum íþróttum hér. ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Heiðar Antonsson

Mikið rétt en það buðust á sínum tíma einkaaðilar til að leggja í þetta 2 og hálfan milljarð króna. Einhverra hluta vegna var þessu hafnað og reikningurinn sendur til skattgreiðanda eða er mönnum virkilega illa við Baug?

Reynir Heiðar Antonsson, 26.10.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband