12.10.2007 | 16:34
Gjald þennslunnar
Að undanförnu hefur mátt sjá í ýmsum fjölmiðlum hér á Akureyri auglýsingar þar sem verið er að leita að leikskólakennurum en ekki hefur matt svo kveikja á Rás tvö eða öðrum sunnanmiðlum að þar sé ekki verið að fjalla um skort á leikskólakennurum og raunar fólki í ýmsar umönnunarstéttir.
Vitanlega er hér lágum launum kennt um en þetta mál hefur aðrar hliðar sem ekki eru eins mikið ræddar. Það má vera að þessar stéttir telji sig hafa lág laun og því er það dálítið skrítið að fólk í þeim gæti hugsað sér að hægt sé að auglýsa eftir fólki á þessum lágu launum á landsbyggðinni. Skýringin á þessu er einföld, lág laun eru afstæð vitanlega eru þessar stéttir á mun betri kjörum í Reykjavík en annar staðar. 30.000 krónurnar sem þær voru að fá um daginn eru í raun ekkert annað en yfirborgun þar sem laun almennt á vinnumarkaði þarna eru mjög há vegna þennslu sem knúin er áfram af stjórnvöldum með því að raða upp framkvæmdum sem hella olíu á eldinn. Almennt há laun þrýsta líka upp verðlagi þannig að erfiðleikar láglauna fólksins aukast til muna.
Stjórnvöld standa frammi fyrir óleysanlegum vanda því þó hægt sé að leysa vinnuaflsskort í byggingariðnaði og jafnvel afgreiðslustörfum með Pólverjum þá er það erfiðara í leikskólum eða öldrunarstöfnunum. Þetta viðurkenndi fulltrúi Samfylkingarinnar í viðtali á dögunum rétt áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk með háum kvelli svo að Villi bjórkælir lág í öngviti á eftir. Leikskóla fulltrúinn getur nú innan hins nýja borgarstjórnarmeirihluta farið að breyta sér fyrir því að horfið verði frá hinni svokölluðu jafnlaunastefnu sveitafélaganna, reyndar er Reykjavík löngu horfin frá þessari stefnu með yfirborgunarpólítík sinni.
Búið er að taka þorskinn frá landsbyggðinni og nú er röðin komin að leikskólunum og öldrunarstofnunum. Menn hafa gefist upp á því fyrir löngu að láta Reykjavík greiða hið sannanlega gjald þenslunnar
Vitanlega er hér lágum launum kennt um en þetta mál hefur aðrar hliðar sem ekki eru eins mikið ræddar. Það má vera að þessar stéttir telji sig hafa lág laun og því er það dálítið skrítið að fólk í þeim gæti hugsað sér að hægt sé að auglýsa eftir fólki á þessum lágu launum á landsbyggðinni. Skýringin á þessu er einföld, lág laun eru afstæð vitanlega eru þessar stéttir á mun betri kjörum í Reykjavík en annar staðar. 30.000 krónurnar sem þær voru að fá um daginn eru í raun ekkert annað en yfirborgun þar sem laun almennt á vinnumarkaði þarna eru mjög há vegna þennslu sem knúin er áfram af stjórnvöldum með því að raða upp framkvæmdum sem hella olíu á eldinn. Almennt há laun þrýsta líka upp verðlagi þannig að erfiðleikar láglauna fólksins aukast til muna.
Stjórnvöld standa frammi fyrir óleysanlegum vanda því þó hægt sé að leysa vinnuaflsskort í byggingariðnaði og jafnvel afgreiðslustörfum með Pólverjum þá er það erfiðara í leikskólum eða öldrunarstöfnunum. Þetta viðurkenndi fulltrúi Samfylkingarinnar í viðtali á dögunum rétt áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk með háum kvelli svo að Villi bjórkælir lág í öngviti á eftir. Leikskóla fulltrúinn getur nú innan hins nýja borgarstjórnarmeirihluta farið að breyta sér fyrir því að horfið verði frá hinni svokölluðu jafnlaunastefnu sveitafélaganna, reyndar er Reykjavík löngu horfin frá þessari stefnu með yfirborgunarpólítík sinni.
Búið er að taka þorskinn frá landsbyggðinni og nú er röðin komin að leikskólunum og öldrunarstofnunum. Menn hafa gefist upp á því fyrir löngu að láta Reykjavík greiða hið sannanlega gjald þenslunnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.