5.10.2007 | 16:31
Flýtur úr kassanum
Það er breytt brosið á annars grautfúlum fjármálaráðherranum okkar þessa dagana. Það bókstaflega flýtur úr ríkiskassanum, búið er að leggja fram fjárráðafrumvarp með rúmlega 30 milljarða afgangi og ég held að einhverstaðar hafi fundist 30 milljarðar til viðbótar sem eiginlega enginn veit skýringu á en samt eru fjárlögin eins og venjulega hálfgerð nískufjárlög og sennilega ekkert að marka þau frekar en venjulega. Fyrir það fyrsta þá taka menn ekkert tillit til þess að kjarasamningar eru lausir um áramót, stofnanir fá svo naumar fjárveitingar að þær þurfa að taka yfirdráttarlán sem auðvitað er hið besta mál fyrir bankana en ekki endilega skattborgarana og síðast en ekki síst ríkið er búið að steypa sér í skuldir hingað og þangað og má t.d. nefna það að ríkið skuldar Akureyrarbæ stórar fjárhæðar t.d. vegna elliheimilisbyggingarinnar en ekki sýnist manni fyrrum bæjarstjóri okkar mikið velta sér uppúr því. Sennilega hyggur hann á landvinninga í pólítíkinni syðra og þá er víst best að hafa sig hægan þó svo Davíð sé genginn, reyndar hefur maður nú á tilfinningunni að Davíð haldi ennþá í ýmsa spotta og Geir reynir af veikum mætti að feta í fótspor foringjans en gengur heldur brösulega. Það er annars skrítið að menn skuli nú ekki grípa tækifærið og setja peninga í brín verkefni einkum utan þenslusvæðanna svo sem í samgöngur, heilbrigðismál og menntamál eða þá að reyna að útrýma því böli sem fátækt er og misskipting.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.