12.9.2007 | 16:42
Jesús tæknivæðist
Síminn með ákveðna greininum eins og Sjónvarpið er ansi merkilegt fyrirbæri . Hann auglýsir myndlykla sem eru ókeypis nema hvað þú getur ekki notað þá nema þú kaupir áskrift af stöðvum, hann auglýsir háskerpusjónvarp nema í kolli markaðsfræðinganna og nýjasta afrekið hann er búinn að tæknivæða Jesús Krist. Hugsið ykkur Júdas í mynd verandi að bjástra eitthvað við svik fyrir 30 silfur peninga meðan postularnir sitja heima étandi brauð og þambandi vín og auðvitað er freslarinn kominn með 3G. Ekki voru allir voða hressir með þessa tæknivæðingu, Biskup kominn í fílu og kverkaliðið með en Jón Gnarr glottandi út í annað, eitt vakti þó svolitla athygli, Jón Gnarr lét fyrir nokkru skýrast til Kaþólskrar trúar en engum fjölmiðlamanni datt í hug að spurja hann álit Kaþólsku kirkjunnar a þessu. Hvað skyldi til dæmis Ratzinger gamli fyrrum félagi í hitlersæskunni sem nú er páfi segja við þessu uppátæki? En í rauninni er dálítið gaman að velta því fyrir sér á hvern hátt Jesús hefði boðað trúna á þessari öld tölva og myndsíma. Ætli ýmislegt hefði ekki verið með öðrum brag og einhverjar áherslur aðrar en eitt er þó víst, hvað sem fílunni líður hjá kirkjunnar mönnum þá skapaði auglýsingin umtalaða mikla umræðu um trúmál auk þess sem umtalið um hana var miklu meiri auglýsing fyrir símann en auglýsingin sjálf er þá ekki tilganginum náð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.