Sérsveitin í pisseríið

Það var að ég held í fyrrasumar sem sýslumaður einn á norðurlandi kallaði til sérsveitina svo halda mætti röð og reglu á sveitaböllum. Sennilega er maðurinn úr Reykjavík þar sem hann veit ekki hvernig íslensk sveitaböll fara fram en nú eru sveitaböllin flutt á mölina og vitaskuld fylgir sérsveitin þróuninni. Það er auðvitað ótækt að menn séu kastandi þvagi út um kvippinn og kvappinn jafnvel við hlið almenniá því að við því að pissa á almannafæri liggur 10.000 kr. sekt menn geta svo reiknað hvað það eru margir bjórar og þannig gengið úr skugga um það hversu vel peningunum var varið. En gamanlaust allt þetta miðbæjarþvaður er almenningssalerna og vitaskuld dugir ekkert minna en sérsveitin gegn þessum óskunda. Aukin heldur er nú vakin athygli farið að fara í taugarnar á venjulegu fólki og maður spyr sjálfan sig af hverju er það svona eftirsóknarvert að búa þarna í grennd við miguna að minnsta kosti rjúka fasteignirnar þarna upp í verði og fjárfestarnir vilja ólmir gleypa hvern einasta græna blett. En svo þegar allt kemur til alls, þessi miðbæjarvandi stafar ef til vill fyrst og fremst af viðhorfi íslendinga til áfengis. Íslendingar líta á áfengi sem eitthvað til að nota svo menn verði villtir og tapi sér, menn hræsna gagnvart áfengi telja það mesta bölvald allra bölvalda, detta í það, brjóta allt og bramla og fara svo í meðferð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband