30.5.2017 | 17:21
Orðagjálfur
Var að kíkja á þetta plagg sem kallað er Stefnumótun Ríkisútvarpsins til ársins 2021. Mikið orðagjálfur en miklu minna um raunverulega stefnumótun. Jú það er talað eitthvað um stafræna byltingu, krakkarúv, unglingarúv og Guð má vita hvaða rúv fleiri. En ekkert um raunverulegar umbætur eða úrbætur. Hér er bara á ferðinni gamla góða stjórnsýsluútvarpið, útvarp Reykjavík aðeins búið að skipta um föt, nýja vínið súrnar án efa fljótt á gömlu belgjunum. Menn keppa áfram á sama harða auglýsingamarkaði höfuðborgarsvæðisins og halda meira að segja uppi heilu svæðisútvarpi reykjavíkur sem kallað er Rás 2, og rás 1 sem kallar sjálfan sig útvarp Reykjavík auðvitað er sennilega eina útvarpsstöðin í heiminum þar sem látnir menn annast dagskrárgerð. Maður hafði alltaf mikla trú á Magnúsi Geir þegar hann tok við útvarpsstjórastöðu, hann hefur gert góða hluti m.a hér á Akureyri en þennan akureyrska vinkil sér ekkert í dagskrá ríkisútvarpsins í dag. Hér verða menn að fara að snúa við blaðinu, breyta áferð og útliti ríkisútvarpsins, breyta því úr stjórnmálavæddu stjórnsýsluútvarpi í nokkra lifandi óháða og mannlega frjálsa fjölmiðla, útvarpsþjónustu fyrir fólkið í öllu landinu....íslenska útvarpsþjónustu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.