27.9.2016 | 17:59
Hálfrar aldar sjónvarp.
Þess er minnst með pompi og prakt að hálf öld er liðin síðan íslenskt sjónvarp tók til starfa. Sumar kynningar sögðu reyndar að verið væri að minnast hálfrar aldar sjónvarps á Íslandi en það er auðvitað ekki rétt. Sjónvarpsútsendingar á Íslandi hófust fyrir 61 ári á vegum hins svokallaða varnarliðs á Keflavíkurflugvelli og svo kaldhæðnislega vill til að þetta hermannasjónvarp flýtti beinlínis fyrir því að sett var á stofn íslnenskt sjónvarp, hvort það var nú rétt á sínum tíma að fela ríkisútvarpinu sem slíku að koma því á stofn. Hugsanlega hefði sjálfstætt fyrirtæki í almanna eigu átt að standa að þessum rekstri. En hvað sem því líður þá má segja að nokkuð vel hafi tekist til með stofnun sjónvarpsins enda margt ungt hugsjónafólk sem lagði hönd sína á plóginn, þó svo örlað hafi á gamaldags útvarpsspillingu þarna, t.d þegar samningur var gerður við einstakt hljómplötufyrirtæki í eigu starfsmanns útvarpsins um skemmtiþátt þar sem leiknar voru plötur hans daginn fyrir útgáfu. Orðrómur var á kreiki um þetta en í afmælisþættinum um daginn kom í ljós að þetta var skjalfest. Hvað um það, margt hefur sennilega verið betur gert þá miðað við aðstæður en nú. Þó verður að segja að gagnsæi er meira, menn eru ekki að fela það lengur að sjálfur afmælisþátturinn er kostaður af fyrirtækjum, þetta ber að harma en þannig er lífið í markaðsþjóðfélaginu.
Athugasemdir
Góð Greinagerð. Mé finnst stundum að þetta sé einum of mikið hjá þeim en viku prógramm hefði verið nægjanlegt í þessu tilfelli en sjónvarpið snýst bara um sig sjálft.
Valdimar Samúelsson, 27.9.2016 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.