Skýjaborg Ástþórs.

Ástþór Magnússon er maður þolinmóður eða öllu heldur þrár svo oft sem hann er búinn að reyna að verða forseti, til þess eins og hann segir að virkja Bessastaði.  Aðal kosningaloforð hans að þessu sinni er sennilega eitt það stórkarlalegasta sem um getur á Íslandi.  Að bjóða Ísland undir aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna sem reistar verði í hinu forljóta hrauni milli Hafnafjarðar og Keflavíkur, en þetta eitthvað það ljótasta landslag á Íslandi er jafnframt eitt það fyrsta sem útlendingar sjá af landinu.  Upp á þetta landslag ætlar nú Ástþór að fríkka með byggingum miklum sem að hýsa eiga starfsemi Sameinuðu þjóðanna.  En skýjaborgir Ástþórs hafa ýmsar afleiðingar sem hann hefur e.t.v ekki hugsað út í.  Viðbúið er að þenslan sem þessar framkvæmdir myndu skapa yrði til þess að landauðn yrði víðast hvar á þessu stóra landi.  Ekkert byggðarlag gæti keppt við launaskriðið auk þess sem auðvitað yrði flutt inn þrælavinnuafl frá þróunarlöndum meðan á byggingunni stæði.  Þarna myndu skapast svo mörg hálaunastörf að ekkert atvinnulíf þyldi samkeppnina og við yrðum jafnvel að flytja inn gífurlegan fjölda sérfræðinga af ýmsu tagi, þannig að afleyðingarnar fyrir íslenska tungu og þjóðerni yrðu ófyrirséðar, jafnvel gæti svo farið að íslenska þjóðin yrði að einhverri örfátækri undirstétt sem þjónaði öllu fína fólkinu frá útlandinu, talandi einhverskonar lágstéttarmállýsku mitt á milli íslensku og ensku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband