Skítug árstíð.

Á dögunum var Hugskotið á rölti í hjólastól sínum um hverfið þegar samferðarkonan hafði orð á því hve allt væri skítugt í umhverfinu, líkt og oft á vorin og líka jafnvel í minna mæli á haustin.  Og þetta vor hefur svo sannarlega verið í skítugra lagi.  Ekki sér enn fyrir endann á því sem Kastljósið varpaði ljósi á, eða afleyðingum skrítna þriðjudagsins sem á eftir kom.  Það er ekki lengur fallegt landslag, enn fallegri stúlkur og besta handboltalið í heimi sem Ísland er frægt fyrir, heldur líklega mesta spilling amk miðað við höfðatölu, sem fyrir finnst á jarðríki.  Sögur herma að uþb 72 milljarðar króna hafi horfið út úr hagkerfinu rétt fyrir hrun og að auki hafi yfirstéttin svo rækilega þrýst niður gengi krónunnar að almenningur býr við mun lakari kjör í dag en þjóðarframleiðsla segir til um.  En nú á að slá upp veislu.  Það er auðséð að stutt er til kosninga þó menn vilji sjálfsagt reyna að svíkja það eins og allt hitt, allavegana er varinn góður og því er verðbólgubálkösturinn reistur upp, farið er eins og venjulega í þenslukvetjandi framkvæmdir, mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu.  Auk þess sem barnafjölskyldur og fleiri stórir kjósendahópar fá einhverja dúsu fram yfir kosningar.  Menn verða fljótir að eyða þessum bankapeningum, en það er allt í lagi, syndafallið kemur eftir Sigurð Inga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband