Kosið með farseðli.

Þeir settu lög á hjúkkurnar og ýmsa aðra opinbera starfsmenn sem sumir höfðu þó ekki einu sinni verið búnir að boða verkfall. En hjúkkurnar létu ekki að sér hæða, þær ákváðu bara að lama Landspítalann með því að segja upp og verður spítalinn eiginlega óstarfhæfur eftir þrjá mánuði.  Ríkisstjórnin gerði ekki hið eina rétta í stöðunni, þ.e að segja af sér og boða til kosninga þannig að þjóðin geti dæmt um hvort rétt hafi verið staðið að málum og mikið finnst manni hann Óli á Bessastöðum eitthvað lítill bógur að hafa skrifað undir lögin en ekki sent þau í þjóðaratkvæði.  En þó að ekki sé líklegt að menn fái að kjósa virðast ýmsir hjúkrunarfræðingar ætla að kjósa á sinn hátt, með farseðli sem oftar en ekki á stendur Oslo Airport í stað kjörseðils, og við þessu eiga stjórnvöldin eiginlega ekkert svar þó svo að þessar aðgerðir hjúkrunarfræðinga séu líklega ólöglegar, þar sem um hópaðgerð hlýtur að vera að ræða.  Það verður fróðlegt að vita hvernig fram vindur næstu vikurnar t.d hvort ríkisstjórnin telji sig tilnefnda til að eyða stöðugleikaskattinum í að bæta kjör hjúkrunarfræðinga þó hann eigi víst alls ekki að fara út í þjóðfélagið, heldur ganga upp í skuldir þjóðarinnar sem menn vildu frekar sleppa að borga en að bæta hag einhverrra svokallaðra heimila. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband