18.6.2015 | 17:59
Útþynnt þjóðhátíð.
Hún var svolítið sérstök stemningin þarna á Austuvelli í gær. Forsætisráðherrann okkar dvaldi að venju í sínu Simmalandi þar sem smjör drýpur af hverju strái og allir eru svo óskaplega jafnir, sem aldrei fyrr. Undir hljómaði trumbusláttur og hróp um vanhæfa ríkisstjórn. Menn hafa talað um vanvirðingu við þjóðhátíðardaginn, en aðrir benda réttilega á að mótmæli á þessum degi séu sossem ekkert nýtt, þau séu bara heldur meiri núna enda tilefnið e.t.v. mun meira nú en áður. En sú spurning vaknar hvort þjóðhátíðardagurinn sé ekki hinn síðari ár orðinn svolítið útþynntur og að mestu farinn að ganga út á sprikl, kandífloss og blöðrur og öll herlegheitin yfirleitt búin þegar kvöldið er rétt að byrja. Hér áður fyrr var þjóðhátíðardagurinn mikil hátíð með ræðuhöldum, vönduðum skemmtiatriðum og loks balli sem stóð a.m.k til kl. 02 á Torginu og hápunktuinn var þegar stúdentarnir komu marserandi á miðnætti. Nú kann það að hlójoma þversagnarkennt að yfirlýstur evrópusinni sjái eftir alvöru þjóðhátíardegi. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er engin þversögn. Sannur evrópusinni er líka sannur íslendingur, en Ísland á sinn sess í samfélagið þjóðanna en ekki að verða fórnarlamb heimskulegrar þjóðrembu og gotts.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.