Arður og íspinnar.

Það bendir allt til þess að menn ætli að fara að ganga frá kjarasamningum á almennum vinnumarkaði næstu daga, semja um einhverja tiltekna verðbólgu svo að allir verði ánægðir í nokkra mánuði.  Menn hafa líklega verið orðnir hræddir um að Smáþjóðaleikarnir féllu niður eða eitthvað svoleiðis. 

Eftir standa hjúkkurnar, dýralæknar og nokkrar slíkar láglaunastéttir sem bíða sjálfsagt eftir lagasetningu til að skera þær úr snörunni.  Raunar er fólki nokkur vorkun þó það vilji sækja sér kjarabætur.  Fregnir af gífurlegum arði og háum launum til stjórnarmanna fyrirtækja, meðan fólkið fær íspinna í Bónus gera menn auðvitað reiða.  Forsætisráðherra bætir ekki úr skák með því að hóta skattahækkunum og allskyns óáran verði ekki samið á svokölluðum skynsamlegur nótum.  Menn tala um norðurlönd og vissulega eru samningamál þar með nokkru öðrum hætti en hér, en að bera saman Ísland og norðurlönd er auðvitað að bera saman epli og appelsínur.  Á norðurlöndum er allt önnur þjóðfélagsgerð, meiri samneysla, hærri skattar en fólk fær miklu meira fyrir skattana sína.  Þar líðst mönnum ekki að fella bara gengið til að þurrka út kauphækkanir, enda ekki með auðlyndir þjóðarinnar í einkaeigu eins og hér tíðkast. 

Það er engin von til að hér megi nást kjarasátt til framtíðar nema gerð verði róttæk kerfisbreyting, þjóðarsátt um stöðugleika, alvöru stöðugleika sem misvitrir stjórnmálamenn í vinsældarleik geta ekki ógnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband