Tóm steypa.

Segja má að íslenskt þjóðfélag sé að mörgu leyti tóm steypa.

Efnahagskerfi sem knúið er áfram af gengdarlausu kjarakapphlaupi, verðbólgu og óstöðugleika.  Það er líka tóm steypa, beinlínis í eiginlegri merkingu, því svo gífurlegum fjármunum hefur þjóðfélagið eytt í steinsteypu sem í mörgum tilvikum er ekkert annað en hrein mikilmennska og flottræfilsháttur.  Það þarf ekki að nefna dæmi, Hörpu, Kringluna, Ráðhúsið og fleira og þessi steypa skilar engum þjóðhagslegum arði.  Hún skapar engin varanleg verðmæti, heldur stendur þarna sem minnismerki um arfavitlausa stjórn á landinu.  Maður lætur sér koma til hugar hversu miklu betri kjör þjóðin byggi við ef forgangsröðun hefði verið önnur.  Ef arðinum af auðlyndum þjóðarinnar hefði verið dreift til fjólksins en honum ekki safnað saman í höndum braskara eða misviturra stjórnmálamanna, og enn á að höggva í sama knérunninn, minnast á aldarafmæli fullveldisins með enn meira af arðlausri steinsteypu.  Byggja á monthallir sem engu skila, maður spyr sig hvort ekki væri nú nær að minnast þessa merka áfanga með því að leggja grunninn að betra og réttlátara þjóðfélagi.  Þjóðfélagi fyrir alla, sem tákngert yrði með nýrri nútímanlegri stjórnarskrá.  Við höfum þrjú ár til að gera þetta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband