26. september.

Læknafélag Íslands ályktaði nýlega gegn hinu svokallaða brennivínsfrumvarpi og var þetta aðalfrétt Ríkisútvarpsins á fimmtudaginn.  Ekki veit ég af hverju.  Það hefði verið miklu meiri frétt hefði Læknafélagið mælt með frumvarpinu.  Hvað um það, þessi ályktun Læknafélagsins er svo kaldhæðnislegt sem það kann að vera, einhver mestu meðmæli sem frumvarpið hefur fengið.  Svo illa hagaði Læknafélagið sér fyrir nokkrum vikum þegar það hótaði að setja heilbrigðiskerfi landsins á hausinn fengju félagsmenn ekki kjarabætur sem eru út úr korti við allt það sem til boða stendur og ríkisstjórnin lét auðvitað undan með þeim afleiðingum sem allir þekkja. 

En brennivínsfrumvarpið er aldeilis ekki það eina sem menn deila um núna.  Stjórnarandstaðan hefur lagt tillögu á alþingi að eflt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna við Evrópusambandið þann 26.september, sem kvað vera laugardagur.  Nú spyr maður, af hverju er ekki bara ákveðið að kjósa um brennivínið og Evrópusambandið þennan sama laugardag og í framhjáhlaupi mætti líka kjósa um lífsnauðsynlegar breytingar sem gera þarf á stjórnarskránni, það yrði sko gaman að lifa næsta sumar.  Menn hefðu nóg við að vera með að rífast um brennivín, Evrópusamband að ógleymdri stjórnarskránni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband