Glatað sakleysi.

Íslendingar hafa löngum trúað því að þeir lifðu í hreinu landi norðurljósa og fannhvítra jökla.  Menn hafa löngum vitnað í Hulduljóð og talað um land langt frá heimsins vígaslóð.  En í gær var birt skýrsla frá Greiningadeild ríkislögreglustjóra þess efnis að möguleikar væru á því að hér yrðu framin hryðjuverk, vitað væri um hættulega menn sem hér byggju og hér streymdu í gegn menn frá Norður-Ameríku til Sýrlands til að berjast þar í þágu hins islamska ríkis, öfgasamtaka sem jafnvel sjálft Islam hefur afneitað. 

Það vekur athygli að skýrsla þessi kemur fram um svipað leyti og innaríkisráðherra viðrar hugmyndir sínar um einhverskonar þjóðaröryggisstofnun, en það er í rauninni bara fínt orð yfir leyniþjónustu.  Nú má vel vera að einhverjar slíkar hættur kunni að skapast hér, þó ólíklegt sé, en athyglisvert er að við höfum áður misst sakleysi okkar, t.d í sambandi við innrás Vítisengla eða Breivik harmleikinn í Noregi.  Í bæði skiptin vildu inninríksráðherrar að lögreglan fengi forvirkar rannsóknarheimildir og líklega ekki algjör tilviljun að þjóðin skuli glata sakleysi sínu þegar þessi umræða fer í gang.  Sem fyrr segir kann að vera að við þurfum að vera viðbúin svona atburðum, en hitt er svo annað mál að við getum ekki veitt lögreglunni auknar heimildir því reynslan hefur sýnt að hún hefur freistast til að misnota þær heimildir sem hún hefur, t.d til símhleranna, í þágu spilltra og valdagráðugra stjórnmálamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband