7.1.2015 | 16:16
Brauðmolar í ársbyrjun.
Nú í ársbyrjun eru menn á fullu í að framkvæma brauðmolakenninguna svokölluðu, þó svo að virtir hagfræðingar hjá alþjóðastofnunum hafi afneitað henni og bent á að ójöfnuður leiði til minnkandi hagvaxtar og lífsgæða. Eitt skýrasta dæmið um brauðmolakenninguna er það sem kallað er skuldaleiðrétting og byggir á því að skuldir eru gefnar upp hjá fólki sem margt hvert hefur þá vel efni á því að greiða þessar skuldir, með það fyrir augum að hagvöxturinn af eyðslu þessa fólks leiði til bættra lífskjara fyrir hina. Þetta verður þó auðvitað ekki raunin, öryrkinn eða einstæða móðirin munu fá svo litla brauðmola að þeir munu ekki sjást, eða verða gleyptir af hrægömmum bankakerfisins.
Þetta er eins og með lýðheilsustefnu Sigmundar Davíðs, en fyrsta skrefið í henni var að lækka kókið í verði en hækka mjólkina. Menn sömdu um ríflegar hækkanir til lækna og víglundarnir með silfurskeiðar sínar biðja almenning um að sætta sig við 3,5 prósentin sín svo kaupmáttur megi hækka um 5 prósent, hvernig sossem það er fundið út. Menn tala um miklar kjarabætur og bætt lífskjör og fólkið á að trúa þessu. Þeir eru sennilega að fara eftir hinni frægu Göbbers kenningu sem segir að sé lygin endurtekin nógu oft þá verði hún að sannleika.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.