Höfuðborgin til Þórshafnar.

Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar sá ágæti rithöfundur, Einar Kárason birti bloggfærslu um hið eldfima flugvallamál.

  Eitthvað hefur hinn ágæti rithöfundur verið utan við sig eða hann þekkti ekki vel íslenskt mál, þegar hann talaði um hyskið á landsbyggðinni.  Sagði reyndar eftir á að hann sæi eftir þessu, þegar hann sá eftir á hvaða merking liggur í orðinu hyski.  Þetta er ekki bara hljóðvarp af orðinu hús. 

Tilgangur hans var annars sá að benda á þá staðreynd að sjálfstæði sveitafélaga er tryggt í stjórnarskrá.  En annað vekur dálitla athygli, hugmyndin um að flytja höfuðborgina á Þórshöfn.  Auðvitað er þetta grín, en máltækið segir að öllu gríni fylgi nokkur alvara. 

Það sjónarmið hefur nefnilega ekki heyrst í öllu þessu fjaðrafoki um flugvöllinn að finna megi lausn á þessu deilumáli með því einfaldlega að dreifa stjórnsýslu og þjónustu um landið, t.d með upptöku millistjórnsýslustigs þannig að menn gætu til að mynda ákveðið rækjukvóta eða ítölu heima í byggðunum, í stað þess að leita til miðstýrðra stjórnsýslu í Reykjavík og í rauninni snýst málið líka hreinlega um almannavarnir. 

Á það hefur verið bent, hversu landið myndi gjörsamlega lamast ef flóð yrði á Þjórsársvæðinu og einnig má bæta við þvílíkt óefni landið kæmist í ef alvarlegur uppskerubrestur yrði á suðurlandi. 

En þjóðin er því miður föstu í þeim hlekkjum hugarfarsins að allt skuli eiga sitt upphaf og endi í Reykjavík, þó svo að Reykjavík vilji raunar ekkert með þetta hyski á landsbyggðinni, sveitavarginn á hundaþúfunum og allt það hafa. Þá skulu eggin öll vera í einni og sömu körfunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband