Hið vannýtta Ísland.

Íslenskur hagfæðiprófessor í New York var í fjölmiðlaviðtali um daginn og ræddi m.a um það hversu lífskjör á Íslandi væru í rauninni bág, miðað við það að sennilega væri Ísland ríkara land af auðlyndum en jafnvel Noregur. 

Benti hann á ýmsa þætti máli sínu til stuðnings, ekki síst það hversu fáir nytu afrakstursins af auðlegð landsins, t.d fiskimiðum, hversu mikið af efnahag landsins væri í höndum fákeppnisaðila og einokunnarfyrirtækja og ýmislegt fleira taldi hann til. 

Eitt var það þó sem hann kom því miður ekki inná, en það er sú staðreynd hversu byggðamynstur á Íslandi er óhagkvæmt og landið í raun vannýtt. 

Í landinu ber risastórt, meira og minna ósjálfbært borgarsamfélag ægishjálm yfir alla byggð í landinu og landið svo stórt og víðlent sem það er, er gróflega vannýtt. 

Allar auðlyndir þess fara í raun í það að halda við þessu borgarsamfélagi, en eru ekki í höndum þjóðarinnar. 

Fjarðarbyggð kvað afla 30 % af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en varla fær hún aftur nema sossem 5% þeirra og í stað þess að byggja upp iðnað og nýta orkuna sem víðast og dreyfa ágóðanum sem víðast, er fjármunum sóað í hverskyns dellu. 

Við gætum t.d kannað betur hvort ekki megi flytja orku um sæstreng til Bretlands.  Það er dæmi um vannýtingu landsins, að ekki skuli ráðast í þær virkjanir og framkvæmdir sem nauðsynlegar eru á sama tíma og sérfræðingar segja að hætta skuli notkun jarðefnaeldsneytis í heiminum við næstu aldamót.  Steingrímur okkar frá Gunnarsstöðum ætti frekar að hugleiða þetta í staðin fyrir það að berjast eins og naut í flagi gegn því að leggja veg og raflínur um Sprengisand. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband