Í lögguleik.

Fjölmiðlar landsins eru komnir í hörku lögguleik. 

 DV birti forsíðufrétt um það að löggan væri allt í einu búin að vígbúast, án þess að spyrja kóng eða prest og meira að segja væri hún komin með byssur sem maður les um í glæpasögum. 

Ja það er sko að verða fjör að búa á Íslandi. 

Auðvitað spyrja menn sig hvort að fjárveiting sú sem samþykkt var í fyrra hafi farið í þessi byssukaup, en aðstoðarmaður forsætisráðherra segir hríðskotabyssurnar 200  gjöf frá norðmönnum, sem endugjöld fyrir góða samvinnu eða eitthvað svoleiðis.  Líklega hafa þeir ekkert þarfara að gera við olíukrónurnar sínar en að verja þeim í að kaupa byssur handa löggunni hjá frændþjóð sinni.  Hver veit nema það sparist eitthvað fé þegar Gunnar Smári er búinn að gera Ísland að fylki í Noregi. 

En sú spurning vaknar, hvern fjandann lögreglan á Íslandi hefur að gera með hálfsjálfvirkar skammbyssur og hríðskotariffla ef hún þarf aðeins að fást við einhverja geðsjúklinga eða fíkla sem brjálast hafa og maður spyr sig af hverju meiri þörf er fyrir vopnaburð á vestfjörðum en annarsstaðar.  Nú hélt maður að glæponarnir létu aðallega til sín taka á höfuðborgarsvæðinu eins og allir aðrir, enda enginn markaður fyrir glæpi á guðsvolaðri landsbyggðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband