23.9.2014 | 17:34
Framsókn á Akureyri.
Enn er mikið rætt um tilvonandi flutning Fiskistofu til Akureyrar.
Atvinnuvegaráðherra stendur fast á sínu og allir reykvískir vælukjóar með BHM og HÍ í broddi fylkingar, skæla framan í þjóðina og fréttamennirnir taka undir.
Það má vissulega deila um aðferðarfræðina við þennan flutning, sem þó er alls ekki ný hugmynd eins og fram kom í ræðu Brynhildar Pétursdóttur á þingi og verður að telja málflutning hennar mjög skynsamlegan, þar sem hún leggur til að þetta verði gert á uþb fimm árum.
En Framsókn hefur svo sannarlega ekki alltaf sýnt Akureyri þessa umhyggju, sú var tíðin að Framsókn þýddi sama og Sambandið, sem hafði nánast einokun á allri atvinnustarfsemi og viðskiptum á Akureyri.
Fólk lifði í fátækt, þó vissulega hafi atvinnuöryggi verið meira en víða annarsstaðar. Arðurinn var í milljarðavís fluttur suður til að halda þar uppi ákveðnum hluta yfirstéttarinnar og einnig skulum við minnast þess að Halldór nokkur Ásgrímsson barðist hatrammlega gegn því að Byggðarstofnum yrði flutt til Akureyrar á sínum tíma. Nú hefur henni verið holað niður af einhverri ástæðu í bólinu hjá Framsókn á Sauðárkróki.
Segja má að í dag súpi landsbyggðin seyðið af þessari gamaldags byggðarstefnu Framsóknar, sem einkum miðaði að því að halda hinni svokölluðu landsbyggð á því stigi, að hún væri aflögufær svo Reykjavíkurvaldið hefði sem mestan hag af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.