23.9.2014 | 17:13
Þjóðlegt íhald.
Vilhjálmur Bjarnason heitir þingmaður einn.
Í gær lét hann í ljós miklar áhyggjur af því sem þjóðlegur íhaldsmaður, að búið væri að færa íslenska lagið fyrir fréttir fram í dagskrá rásar 1 og guðlasta þar að auki með því að flytja þar leiknar auglýsingar. Auðvitað má þarna ekki flytja auglýsingar, heldur tilkynningar sem erfitt er þó að gera sér grein fyrir hvort eru auglýsingar eða ekki.
Í dag bætti svo hið þjóðlega íhald um betur þegar hann kvartaði yfir því að ef skipt yrði um gjaldmiðil á Íslandi myndi hann ekki lengur getað greitt fyrir kaffið sitt og vínarbrauð með gömlu góðu krónunni.
Vitaskuld þá áttar maðurinn sig ekki á því að blessuð krónan þjónar því hlutverki fyrst og fremst, eins og Hannes Hólmsteinn hefur hreinskilningslega viðurkennt, að lækka laun án blóðsúthellinga. Að uppfylla að fullu lögin sem Skúli Thoroddsen beytti sér fyrir árið 1901 um að laun skyldu greitt í gjaldgengri mynt er sjálfsögðu hin mesta árás á íslenskt þjóðerni og íslenska menningu.
Þjóðin á að fá laun sín í platkrónum sem borga má með kaffið sitt og vínarbrauð meðan hlustað er á síðasta lag fyrir fréttir í Útvarpi Reykjavík.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.