1.9.2014 | 17:52
Reykjavíkurmiðað.
"Upplifðu gömlu höfnina í Reykjavík".
Þetta er ekki tilvitnun í einhvern túristabækling frá höfuðborgarstofu, heldur er þetta kynning á einum af þeim mörgu leikjum sem öðruhverju eru að dúkka upp á útvarpi allra landsmanna Rás 2, sem mér finnst að vísu stundum ansi Reykjavíkurmiðuð.
Mikið var talað um að ýmislegt myndi breytast hjá ríkisútvarpinu í haust og maður vonaði að ný og fersk yfirstjórn myndi einhverju breyta.
En það er eins og þessi nýja yfirstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því hvort setja ætti gamla vínið á nýja belgi eða hvort setja ætti nýja vínið á gamla belgi. Sumt bendir til þess að gömlu belgirnir séu þarna ennþá stagbættir, t.d hefur ekki ennþá verið hreyft við þessu hvimleiða "Útvarp Reykjavík" ávarpi.
Eitthvað var talað um að efla landsbyggðina og ekki hvað síst hlut kvenna á landsbyggðinni þarna, e.t.v eru þessar æfingabúðir fyrir stelpur í Gettu betur, sem hafnar eru í Efstaleitinu, gott ef ekki á kostnar RÚV, hluti af þessari vitleitni um að auka hlut kvenna af landsbyggðinni, sjálfsagt þurfa þær a.m.k að taka þátt í aukakostnaði.
Eiginlega hélt maður að nýr útvarpsstjóri myndir gera betur, en e.t.v á hann erfitt eftir að menn tóku upp á því að fara að stjórnmálavæða ríkisútvarpið á ný, með þeim afleiðingum m.a að einn vinsælasti og virtasti rithöfundur landsisn þurfti að víkja úr stjórn þess fyrir einhverjum hundleiðinlegum framsóknarlúða sem enginn þekkir, en hafði þó einhverntíman gagnrýnt fréttaflutning þarna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.