Hreppaflutningar.

Það er mikið talað um hreppaflutninga þessa dagana. 

Fyrir nokkrum vikum ákvað kvótakóngur í Grindavík að flytja til starfsemi á þrem stöðum til Grindavíkur svo þeir væru nær alþjóðaflugvellinum, án þess að spyrja kóng eða prest. 

Jú það var eitthvað talað um hreppaflutninga, en fólkinu samt boðið að koma og skoða dýrðina í Grindavík.  Og nú er talað um öfuga hreppaflutninga, það á að flytja Fisikistofu til Akureyrar. 

Þetta er tilkynnt með litlum fyrirvara og jafnvel sjálfur bæjarstjórinn á Akureyri vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður.  En nú er umfjöllunin önnur, það þarf að veita fólkinu áfallahjálp líkt og eftir náttúrhamfarir eða stórslys.  Hamfarirnar reyndar þær að flytja að flytja á stofnunina til einhvers fegursta bæjar á Íslandi og veðursælasta, þó vissulega sé Hafnarfjörður hinn ágætasti staður. 

 Vissulega má deila um aðferðafræðina sem þarna var viðhöfð, hún lyktar að sjálfsögðu mjög af þessari hörku, ósveigjanleika og valdníðslu sem svo mjög einkennir því miður störf núverandi ríkisstjórnar. 

Hér hefði mátt fara mun gætilegar í sakirnar og taka allt að fimm árum eða meira í þetta og nota þannig að verulegu leyti starfsmannaveltu þannig að ekki þyrfti að rífa upp heilu fjölskyldurnar með rótum. 

Síðast hefði svo mátt flytja yfirstjórnina.  Það breytir því þó ekki að þessi ráðstöfun er sennilega mjög skynsamleg þegar til lengdar lætur og í anda þeirrar stefnu sem mest ber á í byggðarmálum í Evrópu, að efla svokallaðar míkróborgir, þ.e.a.s borgir sem eru frekar litlar, hafa flesta kosti raunverulegra borga, en eru það smáar að þær losna við galla stórborga. 

En þá þarf að fylgja þessari stefnu áfram og ekki aðeins að henda ýmsum stofnunum hingað og þangað út um hvippinn og hvappinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband